Skip to main content

Athugið!

Hotel Skt. Petri stendur í miklum breytingum næstu mánuði en hótelinu verður lokað seinni hluta ársins í um 6 mánuði þar til nýtt hótel tekur til starfa á sama stað undir nafninu 1Hotel Copenhagen. Um er að ræða 5*-útgáfu af Hotel Skt. Petri og munum við bjóða hagstæð kjör við bókun á því hóteli frá og með vorinu 2025. Við tökum ekki lengur við bókunum á Skt. Petri og gerum það eingöngu að tillitssemi við viðskiptavini okkar því við teljum að þeir verði fyrir ónæði sem þeir muni ekki sætta sig við.

Við höfum þegar hafið samstarf við prýðisgott 4* hótel sem er aðeins 300 m innar í sömu götu og heitir 25hours hotel. Þar eru mjög rúm herbergi, glæsileg veitinga- og bar aðstaða auk fjölbreyttrar afþreyingar utan dyra sem innan. Hótelið er staðsett nær innri bæ Kaupmannahafnar ef eitthvað er og ákaflega þægilegt að nálgast úr öllum áttum. Hægt er að nálgast upplýsingar um þetta hótel með því að smella hér.

Hægt er að senda okkur fyrirspurnir um sérverð  okkar á netfangið niko@niko.is og við svörum erindi þínu við fyrsta tækifæri.